| Grétar Magnússon

Mark spáir í spilin

Leikmenn Liverpool ferðast til Norwich og heimsækja nýliðana í síðasta leik laugardagsins 28. apríl.  Nýliðarnir hafa staðið sig vel á tímabilinu og eru um miðja deild.  Það segir margt um stöðu Liverpool í deildinni að með sigri geta Kanarífuglarnir, en það er viðurnefni Norwich, jafnað Liverpool að stigum.

Liðin áttust við fyrr á leiktíðinni á Anfield og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli.  Ekki þarf að minnast á það að Liverpool menn skutu í marksúlurnar í þessum leik og klúðruðu öðrum góðum færum auk þess sem markvörður þeirra gulu átti fínan leik.  En hvað um það, á laugardaginn er nýr leikur og margir leikmenn þurfa að leika vel til að sannfæra Kenny Dalglish um það að þeir eigi skilið að fá sæti í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum gegn Chelsea þann 5. maí.

Norwich City - Liverpool

Gengi Liverpool er að gera Kenny Dalglish brjálaðan því hann veit að tapið gegn West Brom í síðasta leik var enn eitt dæmið um heimaleik sem lið hans átti að vinna.  Í staðinn töpuðu þeir 1-0.

Aftur spiluðu þeir Rauðu vel gegn W.B.A. og sköpuðu urmul færa.  En þeir bara geta ekki skorað.

Vandamál liðsins hefur verið öllum ljóst lengi en það vantar sárlega markaskorara sem getur spilað með Luis Suarez frammi því það er enginn miðjumaður sem er líklegur til að skora reglulega.

Norwich náðu í jafntefli á Anfield í október vegna þess að Liverpool nýttu ekki færin sín, líkt og í svo mörgum leikjum á Anfield á tímabilinu sem þeir hefðu getað unnið auðveldlega.

Úrslit leikja og staða liðsins í deildinni er ekki góð en, ef ég væri Dalglish, myndi ég benda á þessar frammistöður og segja við eigendur félagsins að liðið er nú kannski ekki svo langt frá því að verða betra lið.

Kanarífuglarnir koma í þennan leik eftir tvo tapleiki, gegn Blackburn og fyrir það voru þeir kjöldregnir á heimavelli gegn Manchester City, og maður býst við því að menn Paul Lambert vilji bregðast við þessu, en það er ástæðan fyrir því að ég býst við jafntefli í þessum leik.

Eins og ég hef sagt áður þá er mikilvægt fyrir Norwich að styrkja sig strax í sumar.  Það verður erfitt en þeir hafa gert vel í leikmannakaupum undanfarin ár.  Sem stendur hefur Lambert skapað jafnvægi í búningsklefanum og allir leikmennirnir hafa eitthvað að sanna, hvort sem það er fyrir þeim sjálfum, stjóranum eða félaginu.

Ég held að Lambert muni reyna að halda áfram á þessari braut í sumar og kaupa breska leikmenn í flestum sínum kaupum.  Hann þarfnast hungraðra leikmanna og miðað við það sem ég hef séð hingað til þá held ég að hann geri ákkúrat það.

Spá:  1:1.

Til minnis:

- Craig Bellamy skoraði gegn Norwich fyrr á leiktíðinni en hann lék einmitt með liðinu á árum áður.

- Bellamy hefur skorað 6 mörk í úrvalsdeildinni og er hann næst markahæstur.

- Luis Suarez er markahæstur með 8 mörk.

- Liverpool er í 8. sæti deildarinnar með 46 stig.

- Norwich er í því 13. með 43 stig.

- Þeir Jordan Henderson og José Enrique hafa spilað flesta deildarleiki það sem af er tímabilinu eða 33 leiki.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan