| Sf. Gutt
Leikmenn Liverpool hrúguðust inn í lið vikunnar á vefsíðu BBC eftir sigurinn gegn Chelsea. Framan af leiktíð voru fulltrúar Liverpool sjaldgæfir í liðinu en nú brá svo við að hvorki fleiri né færri en fimm leikmenn Liverpool voru í liði helgarinnar.
Öll aftasta vörn Liverpool, Jose Reina, Jamie Carragher, Martin Skrtel og Daniel Agger var í liðinu og að auki var markaskorarinn Raul Meireles líka í því.
Frekar fátítt er að fleiri en tveir leikmenn úr sama liðinu komist í lið helgarinnar hvað þá fimm. Þetta val segir sína sögu um þær framfarir sem lið Liverpool, undir stjórn Kenny Dalglish, hefur tekið síðustu vikurnar.
Garth Crooks, sparkspekingur BBC, velur liðið eftir leiki hverrar helgar. Hann var fyrr á árum leikmaður með Stoke City, Tottenham og fleiri liðum.
Hér má sjá liðið í heild sinni.
TIL BAKA
Fimm í liði vikunnar

Öll aftasta vörn Liverpool, Jose Reina, Jamie Carragher, Martin Skrtel og Daniel Agger var í liðinu og að auki var markaskorarinn Raul Meireles líka í því.
Frekar fátítt er að fleiri en tveir leikmenn úr sama liðinu komist í lið helgarinnar hvað þá fimm. Þetta val segir sína sögu um þær framfarir sem lið Liverpool, undir stjórn Kenny Dalglish, hefur tekið síðustu vikurnar.
Garth Crooks, sparkspekingur BBC, velur liðið eftir leiki hverrar helgar. Hann var fyrr á árum leikmaður með Stoke City, Tottenham og fleiri liðum.
Hér má sjá liðið í heild sinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan