| Sf. Gutt
Á blaðamannafundi í gær, eftir bikarleik Liverpool og Manchester United, svaraði Kenny Dalglish því til hvar hann hefði verið þegar tilboðið um að taka við Liverpool barst honum. Margt fleira bar á góma.
Þegar kallið kom... Ég var úti á sjó að skemmta mér þegar síminn hringdi. John Henry var á línunni og spurði mig hvort ég vildi koma og sjá um liðið til loka keppnistímabilsins. Sem sannur atvinnumaður var ég staddur á barnum!
Aftur í tímann... Þetta er frábært. Það er magnað hversu minningarnar eru fljótar að koma fram. Mér fannst allt í einu ekki svo langt um liðið frá því ég var í búningsherberginu.
Móttökur stuðningsmanna Liverpool... Móttökur stuðningsmannanna voru ótrúlegar. Mér datt í hug að taka sprett, eins og Mourinho eða Gary Neville, og hlaupa út í hornið þar sem þeir voru en ég hefði líklega aldrei getað hlaupið svona langt! Stuðningsmennirnir hafa alltaf skipað sérstakan sess hjá mér og fjölskyldu minni. Þeir eiga vonandi minningar frá góðum tímum og ég vona að við getum fært þeim góðar minningar á nýjan leik. Ég fékk alveg frábæran stuðning frá þeim í dag.
Nýjar reglur... Vítaspyrnan var auðvitað brandari. Ég er búinn að skoða endursýningar af atvikinu og hafi þetta verið vítaspyrna þá er búið að breyta reglunum.
Ábyrgð... Það er mín ábyrgð að hvetja leikmennina og gera þá betri. Við eigum vonandi eftir að verða betri.
Liverpool... Þetta félag hefur geysilega mikla þýðingu fyrir mig og fjölskylduna mína.
Framtíðin... Ég sé ekki fram í tímann. Það eina sem ég get gert er að lofa því sama og ég gerði þegar ég gerði samning við félagið 1977. Kenny Dalglish mun leggja sig 100 prósent fram. Næstu sex mánuðir vera frábærir fyrir mig. Ef við leggjum jafn mikið á okkur og verðum jafn ákveðnir eins og við vorum í dag ætti okkur að geta farnast nokkuð vel.
TIL BAKA
Var á barnum!

Þegar kallið kom... Ég var úti á sjó að skemmta mér þegar síminn hringdi. John Henry var á línunni og spurði mig hvort ég vildi koma og sjá um liðið til loka keppnistímabilsins. Sem sannur atvinnumaður var ég staddur á barnum!
Aftur í tímann... Þetta er frábært. Það er magnað hversu minningarnar eru fljótar að koma fram. Mér fannst allt í einu ekki svo langt um liðið frá því ég var í búningsherberginu.
Móttökur stuðningsmanna Liverpool... Móttökur stuðningsmannanna voru ótrúlegar. Mér datt í hug að taka sprett, eins og Mourinho eða Gary Neville, og hlaupa út í hornið þar sem þeir voru en ég hefði líklega aldrei getað hlaupið svona langt! Stuðningsmennirnir hafa alltaf skipað sérstakan sess hjá mér og fjölskyldu minni. Þeir eiga vonandi minningar frá góðum tímum og ég vona að við getum fært þeim góðar minningar á nýjan leik. Ég fékk alveg frábæran stuðning frá þeim í dag.
Nýjar reglur... Vítaspyrnan var auðvitað brandari. Ég er búinn að skoða endursýningar af atvikinu og hafi þetta verið vítaspyrna þá er búið að breyta reglunum.
Ábyrgð... Það er mín ábyrgð að hvetja leikmennina og gera þá betri. Við eigum vonandi eftir að verða betri.
Liverpool... Þetta félag hefur geysilega mikla þýðingu fyrir mig og fjölskylduna mína.
Framtíðin... Ég sé ekki fram í tímann. Það eina sem ég get gert er að lofa því sama og ég gerði þegar ég gerði samning við félagið 1977. Kenny Dalglish mun leggja sig 100 prósent fram. Næstu sex mánuðir vera frábærir fyrir mig. Ef við leggjum jafn mikið á okkur og verðum jafn ákveðnir eins og við vorum í dag ætti okkur að geta farnast nokkuð vel.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan