| Sf. Gutt

Íslendingar dæma á Anfield!

Það verða Íslenskir dómarar sem stjórna málum á miðvikudagskvöldið þegar Liverpool mætir Utrecht á Anfield Road í Evrópudeildinni. Kristinn Jakobsson dæmir leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson, Sigurður Óli Þórleifsson, Erlendur Eiríksson, Magnús Þórisson og Þoroddur Hjaltalín. Morgunblaðið greindi frá þessu í dag.

Haft var eftir Kristni í frétt Morgunblaðsins að það verði gaman að fá tækifæri til að dæma á hinum sögufræga Anfield. Nokkrir íslenskir dómarar hafa dæmt Evrópuleiki hjá Liverpool. Magnús V. Pétursson var fyrstur Íslendinga til að dæma á Anfield þegar hann dæmdi leik Liverpool og finnska liðsins Oulun Palloseura í Evrópukeppni meistaraliða vorið 1980. Liverpool vann þann leik 10:1 og hér má sjá allt það helsta um leikinn á LFChistory.net. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1:1 í Finnlandi. Liverpool komst því áfram samtals 11:1. Um vorið vann Liverpool Evrópubikarinn eftir 1:0 sigur á Real Madrid. Það er því kannski góðs viti að Íslendingar skuli dæma á Anfield á þessu keppnistímabili!

Við óskum löndum okkar að sjálfsögðu góðs gengis á miðvikudagskvöldið.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan