| Sf. Gutt
Meiðslalisti Liverpool lengdist enn í dag þegar Jay Spearing meiddist illa rétt áður en æfingu dagsins lauk! Hann sneri sig þá á ökkla og lítið bein í fætinum brotnaði. Fyrsta mat á meiðslunum bendir til að Jay verði sex vikur frá.
Ekki verður annað sagt en að Jay Spearing hafi meiðst á allra versta tíma bæði hvað hann sjálfan varðar og Liverpool. Steven Gerrard verður frá næstu vikur og Lucas Leiva verður í leikbanni gegn West Ham United á morgun. Roy Hodgson sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi íhugað að láta Joy í byrjunarliðið gegn West Ham þannig að það er auðvelt að hugsa sér hvernig Jay líður í kvöld!
Jay var auðvitað að vonast eftir að fá aukin tækifæri til að spila í fjarveru Steven Gerrard en þá dundi ógæfan yfir í dag. Jay er búinn að spila sjö leiki á þessari leiktíð og hefur staðið fyrir sínu í þeim.
TIL BAKA
Jay Spearing úr leik

Ekki verður annað sagt en að Jay Spearing hafi meiðst á allra versta tíma bæði hvað hann sjálfan varðar og Liverpool. Steven Gerrard verður frá næstu vikur og Lucas Leiva verður í leikbanni gegn West Ham United á morgun. Roy Hodgson sagði á blaðamannafundi í dag að hann hafi íhugað að láta Joy í byrjunarliðið gegn West Ham þannig að það er auðvelt að hugsa sér hvernig Jay líður í kvöld!
Jay var auðvitað að vonast eftir að fá aukin tækifæri til að spila í fjarveru Steven Gerrard en þá dundi ógæfan yfir í dag. Jay er búinn að spila sjö leiki á þessari leiktíð og hefur staðið fyrir sínu í þeim.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan