| Sf. Gutt
TIL BAKA
Doðinn heldur áfram og versnar!
Doðinn sem herjar á Liverpool heldur áfram og versnar enn. Nú lá liðið 2:1 fyrir nýliðum Blackpool og það á Anfield Road. Eftir leikinn er Liverpool í fallsæti. Í minni sveit voru kýr með doða sprautaðar til lækninga og það er deginum ljósara að Liverpool þarf á einhverjum meðulum að halda og það strax.
Bæði lið byrjuðu af miklum krafti og það átti ekki síður við um nýliðana. Þeir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs eftir tvær mínútur. Charlie Adams tók spyrnuna og þrumaði að marki, í gegnum varnarvegginn, en Jose Reina varði vel. Mínútu seinna var Liverpool næstum búið að skora. Fernando Torres sendi fyrir frá hægri og engu mátti muna að Joe Cole næði til boltans rétt við marklínuna.
Fernando gerði ekki mikið meira og fór meiddur af velli eftir tíu mínútur. David Ngog leysti hann af. Það á ekki af Fernando að ganga og brottför hans færði enn meiri kraft í Blackpool og í hvert skipti sem liðið náði boltanum var blásið til sóknar. Um miðjan hálfleikinn tók Steven Gerrard horn og eftir það var mikill atgangur við mark Blackpool en markið slapp. Liverpool virtist kannski vera að ná einhverjum takti en það var Blackpool sem komst yfir.
Á 29. mínútu braut Glen Johnson einstaklega klaufalega á Luke Varney og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Charlie Adams tók vítið og skoraði naumlega. Jose var næstum búinn að verja eins og gegn Sunderland á dögunum. Vont versnaði svo nokkrum andartökum áður en flautað var til leikhlés. Gary Taylor-Fletcher stakk þá boltanum inn í vítateiginn á Luke sem skoraði laglega. Hann var nærri því að vera rangstæður en ekkert var dæmt. Liverpool var því tveimur mörkum undir þegar leikhlé kom og stuðningsmenn létu leikmenn vel vita hvað þeim fannst um það!
Skiljanlega hófu leikmenn Liverpool síðari hálfleik af miklum krafti. Hver sóknin rak aðra og á 53. mínútu kom mark. Steven Gerrard var snöggur til þegar Liverpool fékk aukaspyrnu og sendi beint á höfuðið á Sotirios Kyrgiakos sem skallaði laglega í markið. Sex mínútum seinna kom besta sókn Liverpool. Eftir góðan samleik fram völlinn sendi Steven inn á teig þangað sem Joe var kominn en hann renndi boltanum framhjá einn gegn markmanni Blackpool. Þar fór gott færi forgörðum og enn nær Joe sér ekki á strik.
Eftir þetta töldu stuðningsmenn Liverpool að liðið væri kannski komið í gang en það var ekki fyrr en í viðbótartíma sem verulega gott færi kom. Sókin var reyndar oft þung fram að því en ekkert skapaðist og skyndisóknir Blackpool voru hættulegar. En það var Sotirios sem fékk færið sem hefði getað bjargað andliti Liverpool í þessum leik. Varamaðurinn Maxi Rodriguez sendi þá góða sendinu á Grikkjann en Matt Gilks varði skalla hans meistaralega.
Liverpool tapaði og það fór ekkert á milli mála hvað stuðningsmönnum liðsins, sem voru mættir, fannst um þá staðreynd þegar dómarinn staðfesti hana með lokaflautinu. Það sagði sína sögu að The Kop ákallaði Kenny Dalglish þegar dró að leikslokum!!!
Roy Hodgson þarf alvarlega að hugsa sinn gang en þeir leikmenn Liverpool, sem valdir eru til leiks hverju sinni, verða að gera það líka! Svona getur geta hlutirnir ekki gengið lengur! Þetta er Liverpool sem er til umræðu!!!
Liverpool: Reina: Johnson, Skrtel, Kyrgiakos, Carragher: Meireles, Poulsen (Jovanovic 60. mín.), Gerrard, Cole (Rodriguez 89. mín.): Kuyt og Torres (Ngog 10. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Spearing, Kelly, Jovanovic og Leiva.
Mark Liverpool: Sotirios Kyrgiakos (53. mín.).
Gul spjöld: Jose Reina og Sotirios Kyrgiakos.
Blackpool: Gilks: Eardley (Phillips 46. mín.), Evatt, Cathcart (Keinan 21. mín.), Crainey: Vaughan, Adam, Grandin (Southern 63. mín.): Taylor-Fletcher, Campbell og Varney. Ónotaðir varamenn: Halstead, Ormerod, Slvestyre og Harewood.
Mörk Blackpool: Charlie Adam, víti, (29. mín.) og Luke Varney (45. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 43.156.
Maður leiksins: Sotirios Kyrgiakos. Grikkinn skoraði eina markið. Hann barðist vel og var ótrúlegt en satt hættulegasti sóknarmaður Liverpool.
Roy Hodgson: Við vildum fyrir alla muni ná okkur á strik en ég á engin orð til að breyta neinu um eða bæta úr.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Liverpool er nú í fallsæti eftir sjö leiki.
- Sotirios Kyrgiakos skoraði fyrsta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Steven Gerrard lék sinn 540. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 136 mörk í þeim leikjum.
- Jose Reina stóð í marki Liverpool í 270. sinn.
- Martin Skrtel lék sinn 90. leik og hefur hann skorað eitt mark í þeim.
Bæði lið byrjuðu af miklum krafti og það átti ekki síður við um nýliðana. Þeir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs eftir tvær mínútur. Charlie Adams tók spyrnuna og þrumaði að marki, í gegnum varnarvegginn, en Jose Reina varði vel. Mínútu seinna var Liverpool næstum búið að skora. Fernando Torres sendi fyrir frá hægri og engu mátti muna að Joe Cole næði til boltans rétt við marklínuna.
Fernando gerði ekki mikið meira og fór meiddur af velli eftir tíu mínútur. David Ngog leysti hann af. Það á ekki af Fernando að ganga og brottför hans færði enn meiri kraft í Blackpool og í hvert skipti sem liðið náði boltanum var blásið til sóknar. Um miðjan hálfleikinn tók Steven Gerrard horn og eftir það var mikill atgangur við mark Blackpool en markið slapp. Liverpool virtist kannski vera að ná einhverjum takti en það var Blackpool sem komst yfir.
Á 29. mínútu braut Glen Johnson einstaklega klaufalega á Luke Varney og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Charlie Adams tók vítið og skoraði naumlega. Jose var næstum búinn að verja eins og gegn Sunderland á dögunum. Vont versnaði svo nokkrum andartökum áður en flautað var til leikhlés. Gary Taylor-Fletcher stakk þá boltanum inn í vítateiginn á Luke sem skoraði laglega. Hann var nærri því að vera rangstæður en ekkert var dæmt. Liverpool var því tveimur mörkum undir þegar leikhlé kom og stuðningsmenn létu leikmenn vel vita hvað þeim fannst um það!
Skiljanlega hófu leikmenn Liverpool síðari hálfleik af miklum krafti. Hver sóknin rak aðra og á 53. mínútu kom mark. Steven Gerrard var snöggur til þegar Liverpool fékk aukaspyrnu og sendi beint á höfuðið á Sotirios Kyrgiakos sem skallaði laglega í markið. Sex mínútum seinna kom besta sókn Liverpool. Eftir góðan samleik fram völlinn sendi Steven inn á teig þangað sem Joe var kominn en hann renndi boltanum framhjá einn gegn markmanni Blackpool. Þar fór gott færi forgörðum og enn nær Joe sér ekki á strik.
Eftir þetta töldu stuðningsmenn Liverpool að liðið væri kannski komið í gang en það var ekki fyrr en í viðbótartíma sem verulega gott færi kom. Sókin var reyndar oft þung fram að því en ekkert skapaðist og skyndisóknir Blackpool voru hættulegar. En það var Sotirios sem fékk færið sem hefði getað bjargað andliti Liverpool í þessum leik. Varamaðurinn Maxi Rodriguez sendi þá góða sendinu á Grikkjann en Matt Gilks varði skalla hans meistaralega.
Liverpool tapaði og það fór ekkert á milli mála hvað stuðningsmönnum liðsins, sem voru mættir, fannst um þá staðreynd þegar dómarinn staðfesti hana með lokaflautinu. Það sagði sína sögu að The Kop ákallaði Kenny Dalglish þegar dró að leikslokum!!!
Roy Hodgson þarf alvarlega að hugsa sinn gang en þeir leikmenn Liverpool, sem valdir eru til leiks hverju sinni, verða að gera það líka! Svona getur geta hlutirnir ekki gengið lengur! Þetta er Liverpool sem er til umræðu!!!
Liverpool: Reina: Johnson, Skrtel, Kyrgiakos, Carragher: Meireles, Poulsen (Jovanovic 60. mín.), Gerrard, Cole (Rodriguez 89. mín.): Kuyt og Torres (Ngog 10. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Spearing, Kelly, Jovanovic og Leiva.
Mark Liverpool: Sotirios Kyrgiakos (53. mín.).
Gul spjöld: Jose Reina og Sotirios Kyrgiakos.
Blackpool: Gilks: Eardley (Phillips 46. mín.), Evatt, Cathcart (Keinan 21. mín.), Crainey: Vaughan, Adam, Grandin (Southern 63. mín.): Taylor-Fletcher, Campbell og Varney. Ónotaðir varamenn: Halstead, Ormerod, Slvestyre og Harewood.
Mörk Blackpool: Charlie Adam, víti, (29. mín.) og Luke Varney (45. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 43.156.
Maður leiksins: Sotirios Kyrgiakos. Grikkinn skoraði eina markið. Hann barðist vel og var ótrúlegt en satt hættulegasti sóknarmaður Liverpool.
Roy Hodgson: Við vildum fyrir alla muni ná okkur á strik en ég á engin orð til að breyta neinu um eða bæta úr.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum á Anfield Road á þessari leiktíð.
- Liverpool er nú í fallsæti eftir sjö leiki.
- Sotirios Kyrgiakos skoraði fyrsta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Steven Gerrard lék sinn 540. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 136 mörk í þeim leikjum.
- Jose Reina stóð í marki Liverpool í 270. sinn.
- Martin Skrtel lék sinn 90. leik og hefur hann skorað eitt mark í þeim.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan