| Sf. Gutt
Danny Murphy, leikmaður Fulham og fyrrum leikmaður Liverpool, telur að gamla liðið sitt hafi fengið góðan mann í brúna. Hann segir, í viðtali við Daily Mirror, að Roy Hodgson eigi eftir að reynast Liverpool góður framkvæmdastjóri.
,,Liverpool þarf einhvern sem hefur þekkingu á sögu og arfleifðinni sem liggur að baki félaginu. Ég ber virðingu fyrir Roy Hodgson. Hugmyndafræði hans miðar að því að leika góða knattspyrnu. Það er líka kannski tími til kominn að Liverpool fái Englending, sem þekkir félagið, sem framkvæmdastjóra."
,,Roy er hæfileikaríkur framkvæmdastjóri sem nær árangri með því að leggja geysilega hart að sér. Hann kemur sjálfstrausti í leikmenn sína og lætur þá spila knattspyrnu sem þeir hafa gaman af. Velgengni hans er samspila margra þátta en aðallega liggur mikil vinna að baki."
Nú verður áhugavert að sjá hvort Roy Hodgson nær árangri með Liverpool. Miðað við reynslu Danny Murphy af verkum Roy hjá Fulham gæti verið von á góðu.
TIL BAKA
Danny telur Roy góðan í starfið

,,Liverpool þarf einhvern sem hefur þekkingu á sögu og arfleifðinni sem liggur að baki félaginu. Ég ber virðingu fyrir Roy Hodgson. Hugmyndafræði hans miðar að því að leika góða knattspyrnu. Það er líka kannski tími til kominn að Liverpool fái Englending, sem þekkir félagið, sem framkvæmdastjóra."
,,Roy er hæfileikaríkur framkvæmdastjóri sem nær árangri með því að leggja geysilega hart að sér. Hann kemur sjálfstrausti í leikmenn sína og lætur þá spila knattspyrnu sem þeir hafa gaman af. Velgengni hans er samspila margra þátta en aðallega liggur mikil vinna að baki."
Nú verður áhugavert að sjá hvort Roy Hodgson nær árangri með Liverpool. Miðað við reynslu Danny Murphy af verkum Roy hjá Fulham gæti verið von á góðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Joel Matip alvarlega meiddur -
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet!
Fréttageymslan