| Sf. Gutt

Philipp ánægður

Svisslendingurinn Philipp Degen lék mjög vel í sigurleiknum gegn Tottenham á miðvikudagskvöldið. Hann var líka ánægður með að ná loksins að sýna hvað í honum býr.

"Þetta voru virkilega mikilvæg úrslit fyrir liðið og alla hjá félaginu. Liðið sýndi mikla samstöðu og við börðumst til sigurs allar 90 mínúturnar. Við höfum átt erfitt uppdráttar að undanförnu en ég er mjög ánægður eftir þennan sigur."

"Ég lék ekkert í þrjá mánuði en núna er ég búinn að spila þrjá leiki á sjö dögum og mér finnst að ég hafi staðið mig þokkalega. Ég hef beðið eftir að fá tækifæri og núna verð ég að halda áfram að berjast og sýna hvað ég get. Ég held að ég geti bætt mig mikið. Ég hef verið óheppinn með meiðsli hjá Liverpool og ég veit að það býr meira í mér. Ég hef kannski spilað af 60% getu minni og ég vona að ég geti sýnt miklu, miklu meira."

Leikurinn gegn Tottenham var aðeins tíundi leikur Philipp fyrir Liverpool og það getur ekki talist mikið á einu og hálfu keppnistímabili. Meiðslaólán hans hefur með ólíkindum en hann hefur nú leikið þrjá leiki í röð í byrjunarliðinu og gegn Spurs sýndi Philipp að hann kann eitthvað fyrir sér í knattspyrnu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan