| Sf. Gutt
Liverpool hefur nú aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum. Ekkert gengur að vinna sigur hvað þá sigra en Steven Gerrard segir að Liverpool muni bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Hann segir síðustu vikurnar hafa verið gremjulegar og reynt á þolrifin.
"Síðustu vikur hafa verið gremjulegar. Síðasti mánuður hefur líka verið skrýtinn. Ég var orðinn leikfær en þá kom landsleikjahlé. Ég hef ekki getað beðið eftir að fá að spila. Við vitum að staða okkar í deildinni er ekki nógu góð en það er mjög góður andi í leikmannahópnum. Við höfum fulla trú á getu okkur og við vitum að við getum snúið gengi okkar til betri vegar."
Steven hefur nú spilað síðustu tvo leiki Liverpool eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Hann er þó ekki kominn almennilega í gang og ekki gott að segja hvort hann þurfi að fara í aðgerð til að losna við nárameiðslin sem hafa verið að angra hann. Hann spilaði ekki eins vel og hann getur gegn Manchester City í gær en lagði þó upp eitt mark.
TIL BAKA
Við munum bæta okkur
Liverpool hefur nú aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum. Ekkert gengur að vinna sigur hvað þá sigra en Steven Gerrard segir að Liverpool muni bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Hann segir síðustu vikurnar hafa verið gremjulegar og reynt á þolrifin."Síðustu vikur hafa verið gremjulegar. Síðasti mánuður hefur líka verið skrýtinn. Ég var orðinn leikfær en þá kom landsleikjahlé. Ég hef ekki getað beðið eftir að fá að spila. Við vitum að staða okkar í deildinni er ekki nógu góð en það er mjög góður andi í leikmannahópnum. Við höfum fulla trú á getu okkur og við vitum að við getum snúið gengi okkar til betri vegar."
Steven hefur nú spilað síðustu tvo leiki Liverpool eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Hann er þó ekki kominn almennilega í gang og ekki gott að segja hvort hann þurfi að fara í aðgerð til að losna við nárameiðslin sem hafa verið að angra hann. Hann spilaði ekki eins vel og hann getur gegn Manchester City í gær en lagði þó upp eitt mark.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan

