| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Meiðsli Alonso ekki alvarleg
Rafael Benítez segir að meiðslin sem Xabi Alonso hlaut í leknum gegn Newcastle í dag séu sem betur fer ekki alvarleg.

Xabi Alonso var borinn af velli í síðari hálfleik eftir glórulausa tæklingu Joey Barton, sem uppskar rautt spjald að launum.
Meiðsli Alonso virðast þó sem betur fer ekki eins alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu og Rafael Benítez segist vonast til að geta notið krafta Spánverjans snjalla í leiknum gegn West Ham um næstu helgi.
Javier Mascherano fór einnig meiddur af velli, en meiðsl hans eru einnig óveruleg að sögn Benítez.
,,Þetta fór allt betur en á horfðist. Mascherano sneri sig lítillega á ökkla og Alonso fékk slæmt högg á legginn, en þeir ættu báðir að verða klárir í slaginn um næstu helgi", segir Benítez.
Benítez vonast einnig eftir því að Fernando Torres verði orðinn leikfær um helgina, en hann varð að gera sér að góðu að sitja uppi í stúku í dag.
,,Fernando hefur átt í smá meiðslum og það hefði verið ákveðin áhætta að tefla honum fram í dag. Við ákváðum að hvíla hann alveg og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun. Við vorum að spá í að hafa hann á bekknum, en þá getur alltaf komið upp á að leikmaður þurfi óvænt að fara inn á, jafnvel án upphitunar, og það hefði einfaldlega getað orðið hættuspil."

Xabi Alonso var borinn af velli í síðari hálfleik eftir glórulausa tæklingu Joey Barton, sem uppskar rautt spjald að launum.
Meiðsli Alonso virðast þó sem betur fer ekki eins alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu og Rafael Benítez segist vonast til að geta notið krafta Spánverjans snjalla í leiknum gegn West Ham um næstu helgi.
Javier Mascherano fór einnig meiddur af velli, en meiðsl hans eru einnig óveruleg að sögn Benítez.
,,Þetta fór allt betur en á horfðist. Mascherano sneri sig lítillega á ökkla og Alonso fékk slæmt högg á legginn, en þeir ættu báðir að verða klárir í slaginn um næstu helgi", segir Benítez.
Benítez vonast einnig eftir því að Fernando Torres verði orðinn leikfær um helgina, en hann varð að gera sér að góðu að sitja uppi í stúku í dag.
,,Fernando hefur átt í smá meiðslum og það hefði verið ákveðin áhætta að tefla honum fram í dag. Við ákváðum að hvíla hann alveg og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun. Við vorum að spá í að hafa hann á bekknum, en þá getur alltaf komið upp á að leikmaður þurfi óvænt að fara inn á, jafnvel án upphitunar, og það hefði einfaldlega getað orðið hættuspil."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan