| Birgir Jónsson

Góðar fréttir af meiðslum

Rafael Benítez er vongóður um að Alvaro Arbeloa verði búinn að ná sér af meiðslum fyrir leikinn gegn Real Madrid á þriðjudag til að minnka áhyggjur hans af liðsvalinu. Stjórinn hefur neyðst til að nota Martin Skrtel og Javier Mascherano í hægri bakvarðarstöðunni í fjarveru samlanda síns. Benítez trúir því að Arbeloa, sem er meiddur aftan í læri, verði búinn að ná sér og verði ásamt Fernando Torres í byrjunarliðinu á Anfield.

"Fernando er að bæta sig en það er enn of snemmt að segja til um hvort hann verði búinn að ná sér að fullu," sagði Benítez. "Hann er að vinna á fullu með sjúkraþjálfurunum og við munum æfa tvisvar til þrisvar áður en við þurfum að taka ákvörðun með hann. Ég held að hann verði nálægt því en það er enn of snemmt að segja til. Við verðum að bíða og sjá til.
Arbeloa er í sömu stöðu og Torres og við munum reyna að flýta bata hans næstu daga."

Það er ólíklegt að Daniel Agger taki þátt í leiknum gegn spænsku risunum.
Daninn hefur ekki spilað síðan í sigurleiknum gegn Portsmouth fyrir mánuði vegna meiðsla á baki. Benítez bætti við að lokum: "Það verður erfiðara fyrir Agger en hann er í stífu prógrammi hjá sjúkraþjálfurunum. Allir þrír gætu verið nálægt því að ná leiknum.

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan