| Ólafur Haukur Tómasson

Hyypia styrkir barnaspítala

Hinn þrautreyndi miðvörður Sami Hyypia styrkti barnaspítala í Liverpool í dag og gaf hann hátt í 23 þúsund pund úr eigin vasa til að gera leikherbergi fyrir barnadeild Arrowe Park spítalans.

Leikherbergið mun heita í höfuðið á Phil Easton, sem starfaði sem kynnir á heimaleikjum Liverpool FC en hann lést í síðasta mánuði. Sami heyrði af því að útvarpsstöð reyndi að safna styrkjum fyrir spítalann, en það þarf hátt í 850 þúsund pund til að hægt verði að gera upp spítalann að fullu.

Hinn hjartastóri Sami sagði við staðarblaðið Liverpool Echo: "Yngsti sonur minn fæddist í Arrowe Park og ég veit af minni eigin reynslu að starfsfólkið þarna er að vinna frábært starf. Þar sem að ég er foreldri sjálfur þá geri ég mér grein fyrir því hve erfitt það er fyrir barn með alvarlegan sjúkdóm að vera í hjúkrun á sjúkrahúsi og því vildi ég leggja mitt af mörkum til að þessi deild verði byggð."

Sami hringdi á útvarpsstöðina og lofaði að hann myndi borga það sem upp á vantaði til að ná 50 þúsund punda markmiðinu, útvarpsmaðurinn Simon Ross sem sá um útsendinguna þegar Sami hringdi sagði: "Þetta er virkilega örlátt af Sami. Við getum ekki þakkað honum nægilega fyrir þetta. Góðmennska hans mun hjálpa fjölskyldum allt í kringum Merseyside - óhátt því hvaða lið þau styðja!"

Rafael Benítez og Jamie Carragher taka einnig þátt í þessari herferð fyrir styrktarsöfnunina en þeir tóku upp skilaboð um þeirra stuðning, og fyrirliðinn Steven Gerrard mun einnig gefa deildinni treyjuna sem hann mun klæðast í heimaleiknum gegn Real Madríd í næstu viku.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan