| Grétar Magnússon

Krisztian Nemeth meiddur

Ungverjinn efnilegi Krisztian Nemeth meiddist í sínum fyrsta leik með Blackpool er liðið tapaði 3-0 fyrir Q.P.R. í næst efstu deild í fyrrakvöld.

Nemeth fékk högg á andlitið og eftir að hafa farið í læknisskoðun kom í ljós að hann hefur brákað kinnbein.  Atvikið gerðist stuttu eftir að hann kom inná sem varamaður.

Lánssamningurinn við Blackpool var aðeins til eins mánaðar og því er alveg eins líklegt að hann spili ekki meira með liðinu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan