Yossi og Javier klárir
Rafa Benítez þarf ekki að glíma við nein einustu meiðslavandræði fyrir leikinn við PSV Eindhoven á miðvikudagskvöldið en þeir Javier Mascherano og Yossi Benayoun eru búnir að ná sér af meiðslum sínum.
Þeir félagar voru ekki með um helgina í góðum sigri á Everton og sagði Rafa Benítez þetta í viðtali á æfingasvæðinu í morgun.
,,Báðir leikmennirnir æfðu í morgun og eru klárir. Við munum taka aðra æfingu í fyrramálið en eins og er þá er enginn leikmaður meiddur."
Javier Mascherano er æstur í að komast aftur út á völlinn. ,,Ég er orðinn góður eftir að hafa hvílt í viku eða meira," sagði hann í viðtali. ,,Ég var auðvitað vonsvikinn yfir því að hafa misst af nágrannaslagnum en sem betur fer stóðu liðsfélagar mínir sig vel og við erum á toppnum í deildinni. Nú er ég klár fyrir PSV leikinn. Ég er í hópnum og það er undir stjóranum komið hvort ég spila."
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent