| Ólafur Haukur Tómasson

Babel er ekki bara skiptimaður

Ryan Babel mun mæta fornum fjendum á miðvikudaginn þegar PSV koma í heimsókn á Anfield. Hann barðist oft gegn þeim á toppi Hollensku deildarinnar þegar hann var í herbúðum Ajax.

Leikmenn sem að koma inn í Ensku Úrvalsdeildina frá Hollandi hafa oftar en ekki þurft langan aðlögunartíma, og hefur Rafael Benítez alltaf haft trú á því að Babel muni slá í gegn í Englandi.

"Maður verður að muna það að Hollenskir leikmenn með mikla hæfileika sem hafa komið til Englands hafa alltaf þurft aðlögunartíma. Robin van Persie þurfti sinn tíma og Dennis Bergkamp þurfti það einnig.

Deildirnar eru allt öðruvísi. Sú Hollenska er mjög teknísk og þar eru tvö eða þrjú lið sem eru mjög góð. Allir leikirnir snúast um að vinna boltann, halda boltanum og spila fallegan fótbolta.

Hér á Englandi er þetta erfiðara, en Babel hefur átt marga frábæra leiki með okkur, svo við höfum enn mikla trú á því að hann muni bæta sig en hann verður að leggja hart að sig varnarlega og læra að berjast um boltann. Hann hefur staðið sig vel í hlutverki leikmanns sem að breytir leikjunum, það er ekki auðvelt þegar þú ert svona ungur en við höfum trú á því að hann geti gert meira fyrir okkur en bara það." sagði Rafael Benítez.

Babel hefur skorað átta mörk eftir að hann kom inná sem skiptimaður síðan hann kom til liðsins í fyrrasumar og það síðasta sem hann gerði var sigurmarkið gegn Manchester United fyrir tveimur vikum. Hann nálgast óðum félagsmet David Fairclough sem að skoraði átján mörk sem skiptimaður, en Benítez segist vera ánægður með það þó hann myndi aldrei bæta met Fairclough.

"Okkar sýn á Ryan er sú að hann sé leikmaður sem að byrjar leiki og byrjar að hafa áhrif á leikinn strax í byrjun, ekki bara sem skiptimaður. Hann verður samt fyrst og fremst að bæta sig í leikatriðum og við erum að vinna að því með honum.

Hann er þannig leikmaður að hann getur breytt leikjum og hann hefur gert það eftir að hann hefur komið inn á af bekknum, nú viljum að hann byrji leiki og breyti þeim." bætti hann við.

Mögulega gæti Ryan Babel byrjað inná gegn PSV eftir þessi ummæli Rafael Benítez sem að koma skömmu fyrir leikinn, en það eins og svo margt annað verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan