Nabil vonast eftir tækifæri
Líklega vonast margir af yngri leikmönnum Liverpool eftir að fá tækifæri með aðalliðinu í kvöld þegar Liverpool leikur gegn Crewe í Deildarbikarnum. Marokkómaðurinn Nabil El Zhar er einn þeirra.
"Deildarbikarinn gefur leikmönnum sem spila ekki mikið gott tækifæri á að spila. Sérstaklega gildir það um ungra stráka eins og mig. Ég hef aðeins verið meiddur á kálfa en ég ætti að geta spilað gegn Crewe. Það er alveg einstakt að spila á Anfield og það kemur sérstök tilfinning yfir mann í hvert skipti sem maður kemur út á völlinn."
Síðasti bikarleikur Liverpool var gegn Barnsley í Deildarbikarnum og allir muna eftir þeim ósköpum.
"Allir leikir eru mikilvægir og við viljum vinna alla leiki sem við tökum þátt í. Við vitum að leikurinn verður eins og bikarúrslitaleikur fyrir Crewe en hann er það líka fyrir okkur. Það getur ýmislegt undarlegt gerst og við verðum að spila eins vel og við getum og vinna leikinn."
Nabil á góðar minningar úr Deildarbikarnum en hann skoraði glæsilegt mark þegar Liverpool vann Cardiff 2:1 á Anfield Road á síðustu leiktíð.
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir