| HI
Rafael Benítez segir að Liverpool-liðið verði að spila betur en í síðustu þremur leikjum ætli liðið sér að komast í riðlakeppni meistaradeildarinnar. Liverpool mætir Standard Liege á Anfield á morgun en liðið var heppið að sleppa með markalaust jafntefli úr fyrri leik liðanna í Belgíu.
"Við erum alltaf undir pressu frá byrjun tímabilsins - alltaf. Ég held að það sé mikilvægt að segja við leikmennina: Við verðum að spila vel, við verðum að bæta okkur. Ef við spilum vel, skorum mörk og vinnum nokkra leiki í röð getum við talað um að vinna titla en í mínum huga er mikilvægast núna að bæta leik okkar."
Benítez er ekki ánægður með leik liðsins í síðustu þremur leikjum, eftir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu. "Við skoruðum mikið af mörkum í lok undirbúningstímabilsins svo að ég var mjög ánægður, en við höfum ekki spilað vel í síðust þremur leikjum. Við verðum að bæta okkur í föstum leikatriðum og þegar boltinn er í leik. Við áttum slakan leik í Belgíu, það besta í þeim leik voru úrslitin. Nú verðum við að bæta okkur, spila betur og skora mörk."
TIL BAKA
Verðum að spila betur

"Við erum alltaf undir pressu frá byrjun tímabilsins - alltaf. Ég held að það sé mikilvægt að segja við leikmennina: Við verðum að spila vel, við verðum að bæta okkur. Ef við spilum vel, skorum mörk og vinnum nokkra leiki í röð getum við talað um að vinna titla en í mínum huga er mikilvægast núna að bæta leik okkar."
Benítez er ekki ánægður með leik liðsins í síðustu þremur leikjum, eftir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu. "Við skoruðum mikið af mörkum í lok undirbúningstímabilsins svo að ég var mjög ánægður, en við höfum ekki spilað vel í síðust þremur leikjum. Við verðum að bæta okkur í föstum leikatriðum og þegar boltinn er í leik. Við áttum slakan leik í Belgíu, það besta í þeim leik voru úrslitin. Nú verðum við að bæta okkur, spila betur og skora mörk."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan