Sonur fyrrum fyrirliða Liverpool kominn með samning!
Liverpool hefur tilkynnt hóp leikmanna undir 18 ára liðs síns fyrir næstu leiktíð. Þar er að finna son fyrrum fyrirliða liðsins! Thomas Ince, sonur Paul Ince, er í liðshópi undir 18 ára liðs Liverpool og færist upp um aldursflokk nú í vor. Nú er að sjá hvort strákurinn verður eins góður eins og pabbi hans var! Strákur er sóknarmaður en ekki miðjujaxl eins og sá gamli. Þetta er hópur 18 ára liðs Liverpool leiktíðina 2008-09
Strákar á fyrsta ári
Christopher Buchtmann
Deale Chamberlain
Alex Cooper
Lauri Dalla Valle
Hakan Duyan
James Ellison
Thomas Ince
Pajtim Kasami
Jack Metcalf
Adam Pepper
Michael Roberts
Strákar á öðru ári
Steven Irwin
David Amoo
Nathan Eccleston
Sean Highdale
Joe Kennedy
Chris Oldfield
Marvin Pourie
Alex Kacaniklic
Strákar á þriðja ári
Gary MacKay-Steven
Shane O'Connor
Michael Scott.
Ef það ætti að vekja athygli á einu nafni öðrum fremur í þessum hópi mætti nefna sóknarmanninn Nathan Eccleston sem er á öðru ári. Hann var markakóngur undir 18 ára liðsins á þessari leiktíð og skoraði 18 mörk í deildarkeppninni. Marvin Pourie, félagi hans í sókninni, þykir líka efnilegur. Skotinn Alex Cooper, sem er á fyrsta ári, kom til Liverpool á síðustu leiktíð og er sagður einn efnilegasti leikmaður Skota.
Paul Ince lék 81 leik með Liverpool á árunum 1997 til 1999. Hann skoraði seytján mörk fyrir Liverpool. Paul lék líka með West Ham United, Manchester United, Inter Milan, Middlesbrough, Wolves, Swindon Town og Macclesfield Town. Paul lék 53 landsleiki með enska landsliðinu og skoraði tvö landsliðsmörk. Ef rétt er munað varð Paul fyrsti blökkumaðurinn til að vera fyrirliði enska landsliðsins.
Paul hefur búið Liverpool frá því hann lék með Liverpool. Nokkuð er síðan talað var um að Thomas sonur hans væri að æfa með unglingaliðum Liverpool.
Nýliðin leiktíð er búin að vera heldur betur fengsæl fyrir Ince fjölskylduna. Paul er framkvæmdastjóri Milton Keynes Dons. Liðið vann fjórðu deildina, ef allar atvinnumannadeildirnar fjórar á Englandi eru taldar, og að auki vann liðið bikarkeppni neðri deilda. Nú á vordögum bætist svo þessi góði áfangi við hjá stráknum!
-
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Jafnt gegn Skyttunum -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Suður í sólina! -
| Sf. Gutt
Að baula eða ekki baula? -
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til!