| Ólafur Haukur Tómasson

Sami sáttur við sigurinn

Gamli refurinn, Sami Hyypia, átti enn einn stórleik sinn fyrir Liverpool í gær þegar hann kæfði niður mest allar sóknir Everton manna í 1-0 sigri Liverpool. Liverpool er í þægilegri stöðu í baráttunni um fjórða sætið með fimm stiga forskot á Everton en erfiðar viðureignir á útivelli, meðal annars gegn Arsenal og Tottenham, gera það að verkum að fjórða sætið er alls ekki gulltryggt, og Sami Hyypia veit það fullvel.

"Þessu er ekki lokið fyrr en 11. maí og við verðum að vera vissir um að ná nægilegum stigum til að tryggja okkur fjórða sætið fyrir þann dag."

Sami Hyypia sem að hefur tekið þátt í grannaslögum Liverpool og Everton í næstum heilan áratug segist hafa verið mjög ánægður með sigurinn:

"Það er vitaskuld mjög sætt að vinna svona leiki. Grannaslagir eru alltaf öðruvísi. Ég veit hvers virði þetta er fyrir stuðningsmennina, svo nú geta allir stuðningsmennirnir, leikmennirnir og starfsliðið verið ánægt. Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Við stjórnuðum leiknum og það er synd að við höfum ekki skorað fleiri mörk en eitt var samt alveg nóg. Við gáfum þeim ekki mörg tækifæri svo það var þægilegt.

Sami Hyypia, sem að er samningsbundinn út tímabilið hjá Liverpool, hefur verið boðinn nýr samningur hjá félaginu og er alls ekki ólíklegt að þessi fyrrum fyrirliði liðsins muni framlengja hann.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan