Riise: Ég nýti tækifærið
John Arne Riise, sem hefur misst sæti sitt í Liverpool-liðinu, er staðráðinn í að ná því aftur. Hann er vongóður um að byrja inná gegn Chelsea um næstu helgi, en hvorki Fabio Aurelio né Alvaro Arbeloa geta leikið þann leik.
"Það eru vonbrigði að hafa ekki leikið síðustu leiki en það vita allir hvað stjórinn er að hugsa. Hann vill rótera liðinu og hópnum. Ég er ekki ánægður með að spila ekki en ég skila að hann vill rótera.
Hann hefur valið að hafa Aurelio í liðinu og hann hefur fengið nokkra leiki núna. Það er ekki vandamál fyrir mig.
Ég vil vera í Liverpool það sem eftir er ferils míns ef það er mögulegt. Ég hef alltaf sagt það og vona að það geti orðið, en ég verð að spila vel og halda því áfram næstu árin. Ég er ánægður og hlakka til þess sem eftir lifir af keppnistímabilinu því að við getum leikið mjög vel."
-
| Sf. Gutt
Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi! -
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Vill endurgjalda stuðningsmönnunum -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk!

