Mótmælaalda á Anfield í gær
Aðdáendur Liverpool létu enn og aftur í ljós óánægju sína með framkomu bandarísku eigenda félagsins og scouser-húmorinn var ekki víðs fjarri í þeim efnum.
Borðar ýmis konar eru fyrirtaks verkfæri til að koma skoðunum sínum í ljós og voru nokkrir óborganlegir til sýnis í gær: "If it ain't broke, don't Hicks it", "Taxi for Hicks", "One DIC is better than two", "U messed up Vietnam, U messed up Iraq, Don't mess with Scousers by giving Rafa the sack" og svo voru aðrir sem komu sér beint að efninu eins og "Yanks in, Dubai in - in Rafa we love", "Dubai SOS - Yanks out" og "We want DIC" og "Tom + George - Thanks but no Yanks."
Einnig er vinsælasti söngurinn á Anfield þessa dagana svohljóðandi: "They don't care about Rafa - They don't care about the fans - Liverpool Football Club, it's in the wrong hands."
Það er allavega ljóst að hvorki Gillett né Hicks er óhætt að leggja leið sína til Liverpool í bráð eða bara yfirleitt því þeirra nærveru er ekki lengur óskað á Anfield.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum