Umrótið er farið að hafa áhrif á leikmennina!
Er ekki nóg komið? Umrótið utan vallar hjá Liverpool er farið að hafa áhrif á leikmenn liðsins. Steven Gerrard viðurkenndi þetta eftir leik Liverpool og Aston Villa í gærkvöldi.
“Þetta er ekki bara búið að vera í sviðsljósinu í þessari viku. Ástandið er búið að vera viðvarandi í nokkurn tíma og það er sannarlega ekki að hjálpa leikmönnunum.
Ég verð vera orðvar í því sem ég segi um þetta ástand en það bitnar án nokkurs vafa á liðinu. Við vitum hvað er að gerast en sem leikmenn þá verðum við að skila okkar verki inni á vellinum. Maður reynir að ýta, því sem gerist utan vallar frá sér en stundum er það ekki hægt þegar þetta er til umfjöllunar upp á hvern einasta dag."
Það væri betur að eigendur Liverpool tækju nú mark á þessum orðum fyrirliða Liverpool og kæmu sínum málum í viðunandi farveg. Þetta gengur ekki lengur!
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir