Fyrrum leikmaður Liverpool kosinn sá besti í Noregi

Fyrrum leikmaður Liverpool var á dögunum kosinn besti varnarmaðurinn í Noregi. Sá sem hér um ræðir er Frode Kippe. Frode leikur nú með Lilleström og stóð sig frábærlega á síðustu leiktíð. Hann er nú farinn að sýna það sem í honum þótti búa þegar Liverpool keypti hann.
Frode Kippe var keyptur frá Lilleström sumarið 1999. Hann var annar leikmaðurinn sem Gerard Houllier keypti. Hann lék aðeins tvo leiki með Liverpool og þótti ekki vera nógu góður til að leika með þeim bestu. Hann var um tíma í láni hjá Stoke City og stóð sig vel þar. Hann hélt heim á leið til Noregs 2002 og gekk til liðs við Lilleström. Frode hefur leikið sjö leiki með norska landsliðinu.
-
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða!

