| AB

Hyypia heldur framsækinn

Rafa Benítez hafði áhyggjur af framgöngu Sami Hyypia gegn Everton. Eins og kunnugt er skoraði Finninn skrautlegt sjálfsmark og kom Everton yfir í leiknum. Sami var staðráðinn í að bæta fyrir mistök sín og skora fyrir Liverpool. Rafa hafði áhyggjur af því að Liverpool yrði að spila einum manni færri í vörninni allan síðari hálfleik:

"Þetta hafði áhrif á sjálfstraust hans í fyrri hálfleik en ég sagði við hann: 'Þú skaust boltanum í efst í hornið. Þú ert ekki svo slæmur.' Hann er sannur atvinnumaður og leggur afar hart að sér. Hann þráði að skora í síðari hálfleik svo heitt að hann var alltaf frammi. Ég var farinn að hafa áhyggjur af því hann var orðinn vinstri kantmaður! Það sýnir mér skapgerð hans og metnaðinn sem hann býr yfir."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan