| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Það hefur gengið á ýmsu þessa vikuna. Fyrir síðustu umferð var Liverpool í efsta sæti deildarinnar. Liðið náði því miður ekki að halda sætinu en það er nú ekki langt í toppinn. Liðið féll af toppnum og hlaut Rafael gagnrýni fyrir liðsval sitt á suðurströndinni gegn Portsmouth. Liverpool lenti svo í miklum vandræðum í Portúgal gegn Porto og þá sérstaklega framan af leik. Einn leikmaður sá rautt og varnarmenn máttu sitja undir ámæli. Séu hlutirnir skoðaðir í öðru samhengi má á hinn bóginn segja að Liverpool hafi sótt jafntefli á tvo erfiða útivelli. Svari nú hver fyrir sig.

Önnur tíðindi vikunnar vörðuðu meiðsli þeirra Daniel Agger og Xabi Alonso. Það er með hreinum ólíkindum að missa tvo menn í meiðsli á sama deginum og að báðir skuli vera ristarbrotnir eru auðvitað ótrúlegt. Mikið var fjallað um, í aðdraganda þessarar leiktíðar, að leikmannahópur Liverpool væri orðinn nógu stekur til að mæta áföllum í meiðslum og eins væri mikið svigrúm til að breyta liðinu milli leikja. Nú reynir sem sagt á hversu stór og sterkur leikmannahópur Liverpool er í raun. Það ætti að vera til nóg af miðjumönnum í hópnum en það er minna um miðverði. Nú kemur enn að fornum sannindum sem kveða á um að maður komi í manns stað. Það kom sér að minnsta kosti vel núna að Sami Hyypia var ekki farinn á braut.

Liverpool gegn Birmingham City á síðustu sparktíð: Þrátt fyrir að Birmingham væri ekki í efstu deild á síðustu leiktíð þá leiddu liðin saman hesta sína. Liðin spiluðu í Deildarbikarnum á St. Andrews. Daniel Agger skoraði eina markið í þeim leik. Líklega muna allir síðustu heimsókn Birmingham til Anfield Road. Það var þegar Robbie Fowler sneri aftur heim!

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Birmingham City

Liverpool hefur gert tvö jafntefli í síðustu tveimur leiknum en ég á ekki von á neinu öðru en öruggum sigri Liverpool. Það mun engu breyta þó Rafa Benítez breyti liðinu sínu. Hann getur ekki teflt þeim Xabi Alonso og Daniel Agger fram. Þeir verða frá næstu sex vikurnar eða svo eftir að hafa orðið fyrir fótarmeiðslum. Ég hef ekki trú á að Liverpool sakni þessara leikmanna mikið. Sami Hyypia er ekki jafn fljótur og fyrrum en til að geta fært sér svoleiðis veikleika í nyt þarf að komast að seinum leikmönnum. Hann mun vera vel varinn af miðjumönnum Liverpool.

Ég hugsa að Birmingham stefni á að enda leiktíðina nokkrum sætum fyrir ofan fallsætin. Þess vegna þarf liðið hans Steve Bruce að einbeita sér að því að vinna liðin sem eru svipuð þeim að getu. Það sem af er leiktíðar, fyrir utan tapið fyrir Middlesborough, hefur þetta tekist. Ef liðið nær að halda þessu striki þá verður allt í lagi með það.

Úrskurður: Liverpool v Birmingham City. 2:0.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan