Steven Gerrard er tábrotinn
Steven Gerrard fór haltrandi útaf um miðjan síðari hálfleik gegn Toulouse í Evrópukeppninni í gær. Við skoðun kom í ljós sprunga í einni tánni.
Rafa Benitez hefur mátulega miklar áhyggjur af velferð fyrirliðans: "Það myndaðist sprunga í tá hans. Ég held að hann verði með um helgina. Ef við reynum á hann núna gæti hann þurft á smáhvíld að halda. Ég ræddi við lækninn og hann sagði að það væri einungis örlítil áhætta að láta hann spila."
Rafa vill samt ekki að Steven leiki með enska landsliðinu í vináttuleik gegn Þýskalandi þann 22. ágúst næst komandi.
"Það væri enn meiri áhætta að láta hann spila einn leik af öðrum í þessu ástandi og þá gæti þetta orðið alvarlegt. Ég verð að ræða við Steve McLaren en hann mun skilja að því myndi fylgja áhætta."
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Áhorfandi settur í bann! -
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins!