Andriy fær verðskuldað hrós
Úkraínumaðurinn Andriy Voronin var hetja Liverpool í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Toulouse í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Markið var heldur ekki neitt slor. Andriy skoraði með bylmingsskoti, upp í markhornið, af um 25 metra færi eftir að hafa lagt boltann laglega fyrir sig. Það var því ekki að undra að hann fengi hól eftir leikinn. Rafael Benítez fór þar fremstur í flokki.
"Andriy skoraði stórglæsilegt mark. Hann er mjög góður sóknarmaður og markið sýndi hversu góður hann er. Hann er slunginn, hefur góðan leikskilning og veitir okkur marga valkosti í sóknarleiknum. Hann getur spilað fyrir aftan fremsta mann, leitt sóknina sjálfur eða ógnað frá köntunum. Svo getur hann auðvitað líka skorað frábær mörk eins þetta."
Andriy fékk líka verðskuldað hól frá Jamie Carragher. "Andriy skoraði frábært marki og hann á virkilegt hrós skilið því aðrir hafa ekki gert betur en hann það sem af er sumars. Ég var beint fyrir aftan hann um leið og hann skaut. Ég sá um leið að þetta skot færi í markið."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum