Toulouse vann meistara Lyon
Toulouse, mótherjar Liverpool í undankeppni meistaradeildarinnar, hituðu upp fyrir leikinn gegn Liverpool með góðum sigri á frönsku meisturunum í Lyon um helgina.
Sænski sóknarmaðurinn Johan Elmander skoraði eina mark leiksins á lokamínútunni en Lyon höfðu spilað einum færri í nærri klukkustund eftir að öðrum sænskum leikmanni, Kim Kallstrom, hafði verið vikið af leikvelli. Þetta var fyrsti sigur Toulouse á leiktíðinni en þeir töpuðu fyrsta leik sínum gegn Valenciennes.
Liverpool leikur fyrri leik sinn gegn Toulouse í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir hádegið á miðvikudaginn. Leikurinn fer fram í Frakklandi og hefst klukkan hálf þrjú.
Þess má geta að Lyon hefur unnið frönsku deildarkeppnina sex síðustu árin. Gerard Houllier, fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, stýrði liðinu til tveggja síðustu meistaratitlanna en hann hætti með liðið í vor.
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir