| Sf. Gutt
Fjölmiðlar hafa í allt sumar fjallað um hugsanlega endurkomu Philippe Coutinho til Liverpool. Brasilíumaðurinn fór frá Liverpool til Barcelona í janúar 2018. Philippe varð þá næst dýrasti knattspyrnumaður sögunnar en Barcelona borgaði 142 milljónir sterlingspunda fyrir hann. En dvölin hefur ekki verið jafn ánægjuleg og hann vonaðist til. Stuðningsmenn Barcelona hafa ekki verið alls kostar ánægðir með Philippe og frá því í vor og fram eftir sumri var mikið talað um að ,,Litli töframaðurinn" myndi jafnvel koma heim til Liverpool á nýjan leik. Jürgen Klopp hefur tekið af öll tvímæli um það mál.
,,Ég er mjög hrifinn af Phil. Hann er frábær leikmaður og það skortir ekkert upp á það allt saman. Það yrðu alveg rándýr kaup fyrir okkur og við ætlum ekki að standa í slíkum kaupum í ár. Það er bara ekki möguleiki á því!"
Philippe hefur orðið spánskur meistari á báðum leiktíðum sínum hjá Barcelona auk þess sem liðið vann spænska bikarinn 2018/19. Stórbikar Spánar vannst líka í fyrra. Verðlaunasafn Philippe hefur því stækkað frá því hann gekk til liðs við spænska liðið.
TIL BAKA
Philippe kemur ekki til baka!
Fjölmiðlar hafa í allt sumar fjallað um hugsanlega endurkomu Philippe Coutinho til Liverpool. Brasilíumaðurinn fór frá Liverpool til Barcelona í janúar 2018. Philippe varð þá næst dýrasti knattspyrnumaður sögunnar en Barcelona borgaði 142 milljónir sterlingspunda fyrir hann. En dvölin hefur ekki verið jafn ánægjuleg og hann vonaðist til. Stuðningsmenn Barcelona hafa ekki verið alls kostar ánægðir með Philippe og frá því í vor og fram eftir sumri var mikið talað um að ,,Litli töframaðurinn" myndi jafnvel koma heim til Liverpool á nýjan leik. Jürgen Klopp hefur tekið af öll tvímæli um það mál.
,,Ég er mjög hrifinn af Phil. Hann er frábær leikmaður og það skortir ekkert upp á það allt saman. Það yrðu alveg rándýr kaup fyrir okkur og við ætlum ekki að standa í slíkum kaupum í ár. Það er bara ekki möguleiki á því!"
Philippe hefur orðið spánskur meistari á báðum leiktíðum sínum hjá Barcelona auk þess sem liðið vann spænska bikarinn 2018/19. Stórbikar Spánar vannst líka í fyrra. Verðlaunasafn Philippe hefur því stækkað frá því hann gekk til liðs við spænska liðið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Vera með í baráttunni fram í janúar! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu
Fréttageymslan