| Grétar Magnússon

Coutinho í tölum

Philippe Coutinho spilaði sinn 200. leik fyrir Liverpool á annan dag jóla gegn Swansea, hér eru nokkrar skemmtilegar staðreyndir úr þessum leikjum.


1.779 - dagar liðu á milli fyrsta leiks Coutinho fyrir félagið og hans 200. leiks.  Hann kom inná sem varamaður á 78. mínútu gegn West Bromwich Albion á Anfield þann 11. febrúar 2013 í sínum fyrsta leik.

500 - Coutinho hefur átt 500 skot að marki í Úrvalsdeildinni og hafa 155 þeirra verið á markið.

54 - Fjöldi marka hans í þessum 200 leikjum sem er hlutfall uppá næstum mark í fjórða hverjum leik.

52 - tímabilið 2014-15 er leikjahæsta tímabil hans með félaginu í öllum keppnum, það tímabil skoraði hann átta mörk.

44.07 - meðaltal sendinga hans í leik í Úrvalsdeildinni með Liverpool.

41 - Úrvalsdeildarmörk hefur hann skorað fyrir Liverpool og er hann auðvitað markahæsti Brasilíumaðurinn í sögu félagsins.


35 - stoðsendingar hefur hann átt í deildinni til þessa.

25 - prósent stuðningsmanna félagsins tilnefndu mark hans gegn Manchester United á Old Trafford í mars árið 2016 í Evrópudeildinni sem besta mark hans fyrir félagið til þessa.  Könnunin var gerð á www.liverpoolfc.com.

14 - tímabilið 2016-17 skoraði Coutinho 14 mörk í öllum keppnum og er það mesti markafjöldi hans á einu tímabili til þessa.

12 - leikir gegn Chelsea og er það félagið sem hann hefur spilað oftast gegn á ferli sínum hjá Liverpool.

12 - sinnum hefur Coutinho skotið í stöng eða slá í Úrvalsdeildinni.

7 - mörk til þessa í desember og hefur hann ekki skorað fleiri mörk í einum mánuði á ferli sínum til þessa.

6 - mörk beint úr aukaspyrnu hefur hann skorað fyrir félagið.

5 - mörk alls gegn Manchester City og hefur hann ekki skorað fleiri mörk gegn einu félagi.


3 - sinnum hefur hann borið fyrirliðabandið hjá félaginu.

1 - Coutinho hefur skorað eitt mark úr vítaspyrnu fyrir Liverpool en það var í 7-0 sigrinum gegn Spartak Moskvu fyrr á tímabilinu.

1 - þrenna fyrir félagið en það var einmitt í áðurnefndum leik gegn rússneska liðinu.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan