| Sf. Gutt

Liverpool verðskuldar að vera með þeim bestu!


Philippe Coutinho segir að Liverpool verðskuldi og eigi að vera í Meistaradeildinni. Hann segir að verið sé að vinna að því að liðið spili reglulega í keppni þeirra bestu.

,,Það er frábært að vera í baráttu um þessi sæti í deildinni. Mun betra en að vera við botninn í deildinni. Þetta er mjög heilsusamlegt álag! Liverpool er risafélag og þarf að spila í svona keppnum. Liðið verðskuldar að vera í Meistaradeildinni. Við erum að vinna að því að bæta stöðu liðsins þannig að það spili reglulega í þessari keppni aftur. Við höfum stefnt á þetta frá byrjun leiktíðarinnar og höfum alltaf haft trú á að við gætum verið meðal fjögurra efstu liða. Við höfum trú á að það takist!"


Nú er að sjá hvort Philippe og félagar hans ná að halda sér í einu að fjórum efstu sætunum! Baráttan er hörð og ekkert má út af bera! 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan