Jordan Henderson

Fæðingardagur:
17. júní 1990
Fæðingarstaður:
Fyrri félög:
Sunderland
Kaupverð:
£ 16000000
Byrjaði / keyptur:
08. júní 2011
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Henderson var keyptur í júní árið 2011 og var hann fyrstu kaup sumarsins.  Hann er talinn einn af efnilegustu leikmönnum sem Englendingar eiga og spilaði sinn fyrsta landsleik undir stjórn Fabio Capello í nóvember árið 2010.

Capello ákvað að gefa honum tækifæri eftir að Henderson hafði staðið sig frábærlega með U19 og U20 ára landsliðum Englands.

Henderson er uppalinn hjá Sunderlan en hann gekk til liðs við félagið sjö ára gamall.  Áður en hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Chelsea í nóvember 2008 hafði hann verið hluti af U18 ára liði félagsins sem vann ensku deildina í þeim aldursflokki.

Seinni hluta tímabilsins 2008-09 var hann á láni hjá Coventry og það var ekki fyrr en tímabilið 2009-10 sem stuðningsmenn Sunderland sá hvað í honum bjó.  Hann spilaði alls 38 leiki fyrir félagið á tímabilinu og var valinn besti ungi leikmaðurinn það tímabil hjá félaginu.

Hjá Sunderland lék hann alls 79 leiki og skoraði fimm mörk.

Tölfræðin fyrir Jordan Henderson

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2011/2012 37 - 2 5 - 0 6 - 0 0 - 0 0 - 0 48 - 2
2012/2013 30 - 5 2 - 0 2 - 0 10 - 1 0 - 0 44 - 6
2013/2014 35 - 4 3 - 0 2 - 1 0 - 0 0 - 0 40 - 5
2014/2015 37 - 6 7 - 0 4 - 0 6 - 1 0 - 0 54 - 7
2015/2016 17 - 2 0 - 0 3 - 0 6 - 0 0 - 0 26 - 2
2016/2017 24 - 1 0 - 0 3 - 0 0 - 0 0 - 0 27 - 1
2017/2018 27 - 1 1 - 0 1 - 0 12 - 0 0 - 0 41 - 1
2018/2019 32 - 1 0 - 0 1 - 0 11 - 0 0 - 0 44 - 1
2019/2020 30 - 4 0 - 0 0 - 0 6 - 0 4 - 0 40 - 4
2020/2021 21 - 1 1 - 0 0 - 0 6 - 0 0 - 0 28 - 1
2021/2022 35 - 2 5 - 0 5 - 0 12 - 1 0 - 0 57 - 3
2022/2023 35 - 0 2 - 0 1 - 0 4 - 0 1 - 0 43 - 0
Samtals 360 - 29 26 - 0 28 - 1 73 - 3 5 - 0 492 - 33

Fréttir, greinar og annað um Jordan Henderson

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil