| HI

Henderson tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá BBC

Jordan Henderson er einn sex íþróttamanna sem er tilnefndur sem íþróttamaður ársins hjá BBC. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Liverpool eftir þetta ótrúlega ár í sögu félagsins.

Nái Henderson þessari viðurkenningu verður hann fyrsti leikmaður Liverpool frá 1998 til að fá hana - þá var það Michael Owen sem hlotnaðist þessi heiður. Að auki eru 15 ár síðan leikmaður Liverpool var svo mikið sem tilnefndur - það var Steven Gerrard árið 2005.

Aðrir sem eru tilnefndir til viðurkenningarinnar er Lewis Hamilton Formúlu 1 ökumaður, Ronnie O'Sullivan snókerleikari, Hollie Doyle hestakona og Stuart Broad krikketspilari. Tilkynnt verður um sjöttu útnefninguna síðar í kvöld.

Henderson var útnefndur leikmaður síðasta tímabils af íþróttafréttamönnum í sumar og það yrði því heldur betur toppurinn á góðu ári ef hann fengi þessa viðurkenningu líka. Tilkynnt verður hver fær hana 20. desember.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan