| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool í Katar


Kynningin á fulltrúum Liverpool í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar hefst hér. Við ríðum á vaðið með fyrirliða Liverpool Jordan Henderson.

Nafn:
Jordan Henderson.

Fæðingardagur: 17. júní 1990.

Fæðingarstaður: Sunderland á Englandi. 

Staða: Miðjumaður.


Félög á ferli: Sunderland, Coventry City, lán, og Liverpool.

Fyrsti landsleikur: 17. nóvember 2010 á móti Frakklandi.

Landsleikjafjöldi: 70.


Landsliðsmörk: 2.

Leikir með Liverpool: 465.


Mörk fyrir Liverpool: 33.

Stoðsendingar: 56.


Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Jordan leiddi Liverpool með sóma. Hann var, líkt og síðustu ár, lykilmaður á miðjunni og var með bestu mönnum liðsins. 


Hver eru helstu einkenni okkar manns? Jordan er öflugur miðjumaður. Hann er geysilega duglegur og gerir einföldu hlutina vel. Margir segja að Liverpool spili alltaf vel þegar Jordan spilar vel. Hann hefur vaxið í að verða leiðtogi liðsins innan vallar sem utan.  

Hver er staða Jordan í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður í um áratug. Jordan hefur af og til verið fyrirliði liðsins. Hann er með leikreyndustu mönnum í liðinu og er meðal annars í liðinu út af því.

Hvað um England? Liðið hefur náð mjög góðum árangri á síðustu árum. Liðið komst í undanúrslit á heimsmeistaramótinu fyrir fjórum árum og varð í öðru sæti í Evrópukeppni landsliða í fyrra. Það er búist við að liðið verði með sterkari liðum á mótinu. 


Alþjóðlegir titlar Englands: Heimsmeistarar 1966. 

Besti Englendingur allra tíma? Það er úr mörgum snjöllum leikmönnum að velja. Margir telja þó miðvörðinn frábæra Bobby Moore, sem lék með West Ham United og Fulham, þann allra besta. Hann var fyrirliði Englendinga þegar þeir urðu heimsmeistarar 1966. Bobby var einn manna heiðraður með styttu við nýja Wembley leikvanginn þegar hann var reistur. 


Vissir þú? Jordan Henderson hefur, sem fyrirliði Liverpool, tekið við öllum stórtitlum sem félagslið á Englandi getur unnið. 

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan