Mætum við Henderson í Meistaradeildinni?
Samkvæmt Fabrizio Romano eru allar líkur á því að Jordan Henderson sé á leið frá Ajax til AS Monaco í janúarglugganum.
Ef grunnskóla stærðfræðin bregst mér ekki (sem hún gerir reyndar oft) eru 25% líkur á því að við mætum AS Monaco í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar í mars.
Og áfram með tölfræði af einföldustu gerð: Í dag eru 553 dagar síðan Henderson ákvað að elta aurinn og fara til S-Arabíu. En ofurlaunin voru ekki nóg til að halda honum þar. Hann entist ekki nema hálft tímabil hjá Al Ettifaq, sem rak Steven Gerrard fyrr í dag, og fór til Ajax. Þar er hann fyrirliði og lykilmaður þótt hann sé kominn af léttasta skeiði.
Þess má að lokum geta, talandi um tölfræði, að Henderson er í 2. sæti yfir þá leikmenn í sögu Úrvalsdeildarinnar sem eiga flestar heppnaðar sendingar. Var lengi vel í 1. sæti, en Kyle Walker hefur greinilega tekið framúr honum á síðustu metrum sínum í deildinni.

-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet!

