| Sf. Gutt

Mikilvægi fyrirliðans!


Sumum finnst að Jordan Henderson sé ekki merkilegur knattspyrnumaður. En mikilvægi fyrirliða Liverpool fyrir félagið er ótvírætt!Vinningshlutfall Liverpool frá byrjun leiktíðar 2019/20 þegar Jordan Henderson lék með reiknaðist 76%. Á sama tíma þegar Jordan var ekki í liðinu var vinningshlutfallið 58%. Þetta eru merkilegar tölur og segja sína sögu um hversu Jordan er mikilvægur leikmaður. 

Reyndar hafa æ fleiri síðustu árin áttað sig á mikilvægi Jordan fyrir Liverpool. Hann er sannur leiðtogi liðsins utan vallar sem innan.

Tekið skal fram að þessi tölfræði nær ekki yfir keppnistímabilið sem nú stendur yfir. Reyndar væri gaman að vita hvernig hún lítur úr.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan