| Sf. Gutt
Jordan Henderson hefur verið kallaður inn í enska landsliðið. Þetta kemur nokkuð á óvart enda hefur hann verið meiddur síðustu vikurnar. Jordan tognaði aftan í læri og hefur af þeim sökum misst af síðustu leikjum Liverpool. Hann var því ekki valinn í landsliðhópinn sem tilkynntur var á dögunum. En Jordan hefur sem sagt náð sér af meiðslunum og því var leitað til hans. Það er auðvitað hið besta mál að Jordan sé búinn að ná sér af meiðslunum. Eini leikmaður Liverpool sem var fyrir í hópnum er Trent Alexander-Arnold.
Jordan Henderson fékk frí í landsleikjum sumarsins. Það er þó talið að Gareth Southgate hugsi sér að velja hann í liðshópinn þegar kemur að HM. Hann hefur leikið 69 landsleiki fyrir hönd Englands og skorað tvö mörk.
TIL BAKA
Jordan Henderson kallaður í landsliðið

Jordan Henderson hefur verið kallaður inn í enska landsliðið. Þetta kemur nokkuð á óvart enda hefur hann verið meiddur síðustu vikurnar. Jordan tognaði aftan í læri og hefur af þeim sökum misst af síðustu leikjum Liverpool. Hann var því ekki valinn í landsliðhópinn sem tilkynntur var á dögunum. En Jordan hefur sem sagt náð sér af meiðslunum og því var leitað til hans. Það er auðvitað hið besta mál að Jordan sé búinn að ná sér af meiðslunum. Eini leikmaður Liverpool sem var fyrir í hópnum er Trent Alexander-Arnold.
Jordan Henderson fékk frí í landsleikjum sumarsins. Það er þó talið að Gareth Southgate hugsi sér að velja hann í liðshópinn þegar kemur að HM. Hann hefur leikið 69 landsleiki fyrir hönd Englands og skorað tvö mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan

