Ég átti að skora
Jermaine Pennant var ánægður með hvernig hann stóð sig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn AC Milan í Aþenu. Hann segist þó hafa átt að skora úr góðu færi í upphafi leiks. Það hefði getað breytt öllu ef Jermaine hefði skorað. Jermaine stóð sig vel í leiknum og margir töldu hann besta mann Liverpool í leiknum.
"Mér fannst ég standa mig vel í Aþenu og framkvæmdastjórinn var ánægður með framgöngu mína. Þetta snýst þó allt um liðið sjálft en ekki mig sjálfan. Við töpuðum og í því felast vonbrigðin. Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik. Ég fékk eitt og ég veit að ég átti að gera betur. Ef við hefðum fært okkur færin, sem við fengum, í nyt hefði leikurinn orðið öðruvísi. Stevie fékk gott færi í seinni hálfleik en þetta féll ekki með okkur.
Mér finnst að við getum að mörgu leiti verið ánægðir með hvernig við lékum en heppnin var ekki með okkur þetta kvöld. Það verður að segjast að fyrsta markið, og hvernig það kom til, var eins og köld vatnsgusa fram í okkur. Boltinn breytti mikið um stefnu og Pepe Reina fór í vitlaust horn. Við héldum áfram að berjst þar til yfir lauk og markið undir lokið gaf okkur svolitla von. En þá pökkuðu þeir bara í vörn og lokuðu alveg á okkur.
Það er gott afek hjá félaginu að komast tvívegis í úrslit Meistaradeildarinanr á þremur árum og það sýnir hversu gott lið við höfum. En á næstu leiktíð viljum við láta meira til okkar taka í deildinni og færast nær Manchester United og Chelsea í baráttunni um titilinn."
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!