| Grétar Magnússon

Tríóið verður að spila saman

John Aldridge hefur þá skoðun að Rafa Benítez verði að stilla upp sinni allra sterkustu miðju í leiknum gegn AC Milan í kvöld, jafnvel þó það þýði að Steven Gerrard verði á hægri kanti.

Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvernig Benítez stillir upp miðjunni í leiknum og ekki er talið ólíklegt að miðjan verði eins uppstillt og hún var gegn Chelsea í seinni leik undanúrslitanna.  Þar var Gerrard á miðri miðjunni ásamt Javier Mascherano og gafst sú uppstilling vel.

Nýjustu fréttir frá Aþenu eru á hinsvegar á þá leið að Benítez muni stilla upp þannig að Gerrard verði "í holunni" fyrir aftan Dirk Kuyt og á miðri miðjunni verði Xabi Alonso og Javier Mascerano.  Þetta er uppstilling sem Aldridge er hrifinn af.

,,Maður þarf að hafa sína bestu leikmenn á vellinum í svona úrslitaleik og þessir þrír eru þeir bestu.  Það þýðir kannski að Stevie verði að spila á hægri kanti aftur en hann getur verið mjög hættulegur þar."

,,Ég er á þeirri skoðun að Rafa verði að nota alla þessa þrjá miðjumenn, Milan munu spila með fimm á miðjunni og Liverpool verður að mæta því.  Milan munu vera mjög á varðbergi gegn Gerrard.  Hann er leikmaður sem stígur alltaf upp í stórleikjum og hann getur unnið svona leiki fyrir Liverpool.  Hann er lykillinn."

,,Ég býst við því að Rafa muni nota hann í frjálsri stöðu.  Hann er lykilatriðið fyrir það hvernig Liverpool munu spila.  Ég held að Liverpool muni leggja allt í sölurnar og að leikurinn verði mun hraðari en fólk býst við.  Við verðum að vera meðvitaðir um það hvað Milan getur gert, með Kaka og Gennaro Gattuso.  Við verðum að núlla út þá ógn sem stafar af þeim og koma Gerrard eins mikið inní leikinn og hægt er."

Aldridge hefur trú á því að leikurinn muni fara í vítaspyrnukeppni og þar telur hann að Liverpool hafi yfirhöndina.  Hann sagði:  ,,Ef Liverpool lenda einu eða tveimur mörkum undir þá munu Milan menn ekki gleyma því sem gerðist síðast.  Það er stór andlegur þáttur fyrir Liverpool.  Milan menn vilja kannski hefnd eftir 2005 en það gæti unnið gegn þeim því þá munu þeir vilja sækja og knýja fram úrslit.  Það mun vera gott fyrir Liverpool."

,,Liverpool hafa svo mikið sjálfstraust og ef leikurinn fer í vítaspyrnukeppni þá verður það gott fyrir þá, þeir vita að þeir geta unnið það.  Þeir gerðu þetta í Istanbúl, þeir gerðu þetta gegn West Ham í FA Bikarnum í fyrra og þeir gerðu þetta gegn Chelsea í undanúrslitunum.  Sú trú að þeir geti unnið vítaspyrnukeppni er mikilvæg og ég get alveg séð þennan leik fara í vítaspyrnukeppni aftur."

,,Liverpool hafa meira sjálfstraust en Milan.  Gattuso þarf að spila vel fyrir þá, þegar hann fer af velli þá getur leikur Milan hrunið."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan