| Sf. Gutt

Úrslitaleikurinn í Aþenu!

- Aþena er ein af sögufrægustu borgum veraldar.

- Borgin var stofnuð fyrir þrjú þúsund árum og þar blómstruðu hinir mögnuðu Forn Grikkir.

- Þetta er 52. úrslitaleikurinn um Evrópubikarinn.

- Liverpool er að spila um Evrópubikarinn í sjöunda sinn í kvöld.

1977. Liverpool : Borussia Mönchengladbach.3:1.

1978. Liverpool : Brugge.1:0.

1981. Liverpool : Real Madrid.1:0.

1984. Liverpool : Roma.1:1. 4:2.

1985. Liverpool : Juventus.0:1.

2005. Liverpool : AC Milan.3:3. 3:2.

- Með sigri í kvöld vinnur Liverpool Evrópubikarinn í sjötta sinn. AC Milan hefur unnið bikarinn jafn oft. 

- Liverpool vann tvo síðustu Evróputitila sína árið 2005. Liðið vann þá Evrópukeppni meistaraliða eftir að hafa unnið AC Milan 6:5 eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Stórbikar Evrópu fylgdi svo eftir 3:1 sigur á CSKA Moskva.

- Tólf leikmenn sem tóku þátt í þeim leikjum eru enn hjá Liverpool. Það eru þeir: Steven Gerrard, Sami Hyypia, Jamie Carragher, John Arne Riise, Jerzy Dudek, Steve Finnan, Harry Kewell, Xabi Alonso, Sanz Luis Garcia, Jose Reina, Mohamed Sissoko og Boudewijn Zenden.

- Liverpool og AC Milan hafa aðeins leikið einu sinni saman áður á Evrópumóti. Það var í Istanbúl fyrir tveimur árum!

-  Þetta verður í fimmta sinn sem sömu lið spila tvisvar til úrslita um Evrópubikarinn.

- Leikurinn verður fimmtugasti og áttundi leikur Liverpool á leiktíðinni.

- Leikurinn er fimmtándi Evrópuleikur liðsins á leiktíðinni.

- Liverpool hefur notað tuttugu og sex leikmenn á Evrópuvegferð sinni til Aþenu.

- Aðeins einn leikmaður hefur spilað alla leiki Liverpool í keppninni. Þetta er Xabi Alonso.

- Peter Crouch er markahæstur leikmanna Liverpool. Hann hefur skorað sjö Evrópumörk. Steven Gerrard og Sanz Luis Garcia hafa skorað þrívegis. Craig Bellamy, Robbie Fowler og John Arne Riise hafa skorað tvö mörk. Þeir Daniel Agger og Mark Gonzalez hafa skorað eitt mark hvor.

- Steven Gerrard leiðir Liverpool til leiks í kvöld. Hann verður fjórði fyrirliði Liverpool í úrslitaleik Evrópubikararsins. Emlyn heitinn Hughes var fyrirliði Liverpool 1977 og 1978. Phil Thompson var fyrirliði 1981. Graeme Souness leiddi liðið 1984. Phil Neal var fyrirliði 1985. Steven var fyrirliði í Istanbúl 2005.

- Liverpool er sigursælasta lið Englands á Evrópumótum. Liðið á ellefu Evróputitla á afrekaskrá sinni. Evrópukeppni meistara liða 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Evrópukeppni félagsliða 1973, 1976 og 2001. Stórbikar Evrópu 1977, 2001 og 2005.

- Vonandi ná núverandi leikmenn Liverpool að bæta þeim tólfta við í kvöld!!!!!

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan