Hugsum ekki um framtíðina
Jamie Carragher segir að leikmenn Liverpool eigi ekki að hugsa um framtíðina fyrr en eftir leikinn gegn AC Milan á morgun. Leikmenn eigi að einbeita sér að núlíðandi stundu og ekki láta umtal um framtíð sína hafa áhrif á sig.
Carragher og Gerrard munu skrifa undir nýja fjögurra ára samninga eftir úrslitaleikinn og segist Carragher vera orðinn langþreyttur á því að heyra hvaða áhrif hugsanlegur Meistaradeildarsigur getur haft á framtíð félagsins og vill hann einbeita sér 100% að nútíðinni.
,,Það eru of margir sem eru að tala um hvað við höfum ekki áorkað sem félag, en stundum verðum við að hugsa um hvað við höfum gert og hvaða möguleika við höfum ákkúrat núna," sagði Carragher rétt áður en fyrsta æfingin hófst á Ólympíuleikvanginum í Aþenu.
,,Hvað svo sem gerist á miðvikudaginn veit ég að fyrsta spurningin sem ég verð spurður að verður: ,,En hvað um deildina ?". Ef ég á að vera hreinskilinn þá er mér nákvæmlega sama, á þessari stundu, hvað næsta tímabil hefur í för með sér. Ég hef aðeins áhuga á því að vinna Meistaradeildina aftur og ef það tekst þá er það það eina sem ég mun hugsa um á næstu vikum."
,,Við verðum að hætta að tala um það sem okkur langar til að gera og byrja að einbeita okkur að því sem við getum gert og við verðum að njóta augnabliksins á meðan það varir. Maður veit aldrei hversu oft svona tækifæri koma upp í hendurnar á manni."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum