Liverpool í rauðu í Aþenu!
Liverpool verður í sínum frægu alrauðu búningnum þegar liðið mætir AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu.
AC Milan mun hafa átt fyrsta valrétt á hvaða búningi þeir leika í. Þar sem aðalbúningur Milan er með rauðu ívafi, rauðum og svörtum langröndum, hefði Liverpool ekki getað klæðst sínum aðalbúningi ef ítalska liðið hefði kosið sinn heimabúning. Félögin hafa hins vegar náð samkomulagi og mun Milan spila í hvítum búningum rétt eins og þeir gerðu þegar þeir unnu Meistaradeildina síðast árið 2003.
Þeir hjátrúarfullu ættu að vera ánægðir með þessi málalok. Alltaf þegar Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn, 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005 hafa þeir verið í rauðum búningi og lagt lið að velli sem hefur verið í hvítum búningi!!!!!
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!