Kaka vill hefnd
Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hlakkar mikið til þess að mæta Liverpool og hefna fyrir ófarirnar árið 2005. Kaka var að öðrum ólöstuðum, maðurinn á bakvið sigurinn á Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Um seinni leikinn við Manchester United sagði Kaka: ,,Við spiluðum fullkomnan leik," en Kaka skoraði 3 af 5 mörkum Milan gegn United.
,,Við vissum að gegn liði eins og Manchester United þurftum við að gera eitthvað sérstakt og okkur tókst það með stuðningi áhangenda okkar. Ég er mjög ánægður með spilamennsku liðsins, við vorum betra liðið á vellinum og við áttum skilið að komast áfram."
,,Úrslitaleikurinn gegn Liverpool verður einstakur leikur. Ég vona innilega að það verði önnur úrslit en árið 2005."
Kaka er hógvær þegar hann er spurður útí sína eigin frammistöðu í Meistaradeildinni, en þar hefur hann skorað 10 mörk og er markahæstur. Hann segir að liðsheildin sé lykillinn að velgengni: ,,Ég ítreka það að ég er ekki að spila eftir minni bestu getu. Ég þarf ennþá að bæta mig mikið. Við höfum lagt hart að okkur í þessari viku og við höfum uppskorið eins og til var sáð."
Svo mörg voru þau orð og ljóst er að ef sigur á að vinnast á AC Milan þann 23. maí þá má Kaka ekki spila eins vel og hann gerði í leikjunum tveim gegn Manchester United.
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!