| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Liverpool tapaði fyrri hluta Englandsorrustunnar á Brúnni. Þetta er leikur Liverpool og Chelsea í hnotskurn.

- Þetta er í fjórtánda sinn sem Liverpool leikur í undanúrslitum í Evrópukeppni.

- Þar af er þetta í áttunda sinn sem Liverpool spilar í undanúrslitum í Evrópubikarnum.

- Þetta er endurtekning á undanúrslitarimmu liðanna frá vorinu 2005.

- Liðin gerðu þá 0:0 jafntefli á Stamford Bridge. Liverpool vann svo 1:0 sigur í magnþrungnum leik á Anfield Road með marki frá Sanz Luis Garcia.

- Liðin mættust svo í riðlakeppni Meistaradeildarinnar leiktíðina 2005/2006. Báðum leikjum liðanna lauk með markalausu jafntefli.

- Fyrir leikinn var Alan Ball minnst. Alan varð heimsmeistari með enska landsliðinu árið 1966 og átti glæstan knattspyrnuferil.

- Þetta var fjórtándi leikur þessara liða á síðustu þremur leiktíðum.

- Fyrir þennan leik höfðu liðin spilað þrívegis saman á þessari leiktíð. Fyrst mættust liðin um miðjan ágúst á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff í einvígi um Samfélagsskjöldinn. Liverpool vann þann leik 2:1. Næst mættust liðin rúmum mánuði seinna í deildinni á Stamford Bridge. Chelsea herjaði þar fram 1:0 sigur. Liðin léku svo í deildinni á Anfield Road í janúar. Liverpool vann þá öruggan sigur 2:0.

- Jamie Carragher lék sinn 89. Evrópuleik. Hann jafnaði þar með Evrópuleikjamet Ian Callaghan.

- Þriðju umferðina í röð lék Bolo Zenden gegn liði sem hann lék áður með. Hann lék líka með Barcelona og PSV Eindhoven.

- Þetta er fimmtánda leiktíð Chelsea í Evrópukeppni.

- Markið sem Joe Cole skoraði var það fyrsta sem Chelsea skorar í fimm Evrópuleikjum gegn Liverpool.

- Þetta var 22. leikur Chelsea í röð án taps. Liðið tapaði síðast 2:0 fyrir Liverpool á Anfield Road í febrúar.

- Sömu úrslit koma Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu!

Jákvætt:-) Liverpool lék vel í síðari hálfleik. Þá sýndu leikmenn liðsins loksins sitt rétta andlit. Jose Reina varði tvívegis frábærlega og hélt möguleikum Liverpool á að komast í úrslitaleikinn opnum.

Neikvætt:-( Liverpool lék ekki vel í fyrri hálfleik og þegar upp var staðið réði það úrslitum í leiknum. eiri mörk því mótspyrnan var ekki mikil. Annars á ekki að vera að kvarta eftir svona góðan sigur.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Pepe Reina. Varði tvívegis frábærlega frá Frank Lampard. Þar með getur draumur Liverpool enn orðið að veruleika.

2. Jamie Carragher. Hann gaf allt sitt í leikinn eins og venjulega og reyndi að hvetja félaga sína til dáða.

3. Steven Gerrard. Hann var óheppinn að skora ekki. Petr Cech sýndi heimsklassa markvörslu þegar hann varði frá honum.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan