| AB

Rafa þreyttur á stælunum í Jose

Rafa Benítez tekur ekki þátt í þeirri hugarleikfimi sem Jose Mourinho vill gjarnan brydda upp á fyrir mikilvæga leiki. Benítez sat fyrir svörum hjá blaðamönnum eins og venjan er fyrir stórleiki. Vettvangurinn að þessu sinni var heimavöllur Chelsea þar sem stærsti leikur Liverpool á tímabilinu fer fram í kvöld.

Mourinho var enn að röfla á blaðamannafundinum sínum yfir markinu sem Luis Garcia skoraði gegn Chelsea á Anfield fyrir tveimur árum og Benítez finnst alveg nóg komið: "Mér kemur ekki á óvart að hann sé ennþá að tala um markið. Hvað hefði annars gerst? Víti og rautt spjald á markvörðinn. Leikurinn hefði byrjað að nýju. Þeir hefðu getað verið hvort sem er marki undir og manni færri.

Mourinho er frábær framkvæmdastjóri en hann vill gjarnan stunda einhverja leiki en ég vil frekar einbeita mér að liðinu mínu. Ég vil ekki taka þátt í svona leikjum. Lykilmennirnir verða leikmenn eins og Gerrard og Lampard en ekki framkvæmdastjórarnir.

Mourinho sagði ennfremur að Liverpool myndi reyna fiska gul spjöld á þá fjóra leikmenn Chelsea sem hafa gult spjald á bakinu og gætu því verið í leikbanni í síðari leiknum. Tók hann Didier Drogba sérstaklega sem dæmi. Benítez svaraði því stutt og laggott: "Það hefur ekki hvarflað að mér en Mourinho virðist hafa það á hreinu, kannski vegna þess sem Chelsea gerði Xabi Alonso fyrir tveimur árum." 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan