| Sf. Gutt

Við erum tilbúnir

Boudewijn Zenden segir leikmenn Liverpool tilbúna í slaginn við Chelsea í undanúrsliktum Meistaradeildarinnar. Fyrri rimma liðanna fer fram á Stamford Bridge á miðvikudagskvöldið. Hollendingurinn, sem lék með Chelsea um tíma, á von á mikilli rimmu.

"Það verður hart tekist á Brúnni og ég er viss um að það sama gildir um leikinn á Anfield. Ég held að það verði betra fyrir okkur að spila með Evrópulaginu því við höfum sýnt að sú aðferð hentar okkur. Ég held að við getum náð hagstæðum úrslitum suður frá. Á þann hátt getum við líka fært okkur það í nyt að seinni leikurinn verður á heimavelli okkar. Svoleiðis held ég að við getum aftur komist í úrslitaleikinn. Það eru fimm stjörnur á félagsmerkinu okkar sem minna á fimm sigra okkar í keppninni. En það er hægt að koma fyrir einni stjörnu til viðbótar."

Boudewijn á nú möguleika að leika gegn þriðja fyrrum liði sínu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Hann er nú þegar búinn að spila gegn PSV Eindhoven og Barcelona. Það kemur í ljós hvort hann tekur þátt í leikjunum við Chelsea. Bæði hollensku og spænsku meistararnir eru úr leik og vonandi fer einnig svo fyrir þeim ensku!

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan