Til hamingju!
John Arne Riise á sannarlega skildar hamingjuóskir! Hann lék, gegn Wigan Athletic í gær, sinn þrjúhundraðasta leik fyrir hönd Liverpool.
Norðmaðurinn kraftmikli kom óþekktur til Liverpool sumarið 2001 frá Monaco í Frakklandi. Kaupverðið voru fjórar milljónir sterlingspunda. Segja má að alla tíð síðan hafi John Arne verið fastamaður í liði Liverpool. Hann hefur kannski ekki fengið mikla samkeppni í stöðu vinstri bakvarðar frá því hann kom til félagsins en þeir leikmenn sem hafa getað leikið þá stöðu hafa ekki náð að ryðja honum úr vegi.
Sem fyrr segir hefur John Arne nú leikið 300 leiki fyrir hönd Liverpool. Hann er nú fjórði leikjahæsti af núverandi leikmönnum Liverpool. Í þessum 300 leikjum hefur hann skorað 31 mark. Aðeins tveir núverandi leikmenn Liverpool hafa skorað fleiri mörk fyrir félagið. John Arne hefur líka verið verðugur fulltrúi þjóðar sinnar og hefur leikið 60 landsleiki fyrir Norðmenn. Í þeim hefur hann skorað fimm mörk.
John Arne Riise hefur stundum verið svolítið umdeildur meðal hluta stuðningsmanna Liverpool. Þessir stuðningsmenn telja hann einfaldlega ekki vera nógu góðan leikmann fyrir Liverpool. Vissulega á hann oft misjafna leiki en eftir stendur þó að John Arne hefur verið fastamaður í liði Liverpool í sex leiktíðir. Það segir líka sína sögu að aðeins fjórir útlendingar hafa leikið fleiri leiki fyrir Liverpool í sögu félagsins!
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!