Í hnotskurn
Sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar endanlega innsiglað. Enn skorar Pétur mikli í Evrópukeppninni. Þetta er leikur Liverpool og PSV Eindhoven í hnotskurn.
- Liverpool og PSV Eindhoven léku í fjórða sinn á leiktíðinni.
- Alls lék PSV sex leiki gegn enskum liðum á þessari leiktíð. Fyrir utan leikina fjóra gegn Liverpool þá spilaði liðið tvisvar við Arsenal í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
- Þetta var í nítjánda sinn sem Liverpool leikur í átta liða úrslitum Evrópukeppni.
- Liverpool hefur aldrei fallið úr leik í Evrópukeppni eftir að hafa unnið fyrri leik á útivelli. Það varð sem betur fer ekki nein breyting á því.
- PSV hefur ekki vegnað vel upp á síðkastið og þetta var sjöundi leikur þeirra í röð án sigurs.
- Boudewijn Zenden lék gegn sínu gamla félagi. Hann varð hér á árum áður hollenskur meistari með PSV Eindhoven.
- Jan Kromkamp missti af því að leika gegn gamla liðinu sínu í fjórða sinn á leiktíðinni. Hann var heima í Hollandi vegna meiðsla.
- Peter Crouch skoraði átjánda mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var sjöunda markið sem Peter skorar í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Aðeins Kaka, leikmaður AC Milan, hefur skorað jafn mörg mörk í keppninni á þessari leiktíð.
- Leikmenn PSV eru líklega búnir að fá nóg af Peter Crouch því þetta var þriðja mark hans gegn liðinu!
- Markið sem Peter Crouch skoraði var 4000. markið sem skorað er í Meistaradeildinni frá því hún var stofnsett.
- Liverpool er þar með komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í annað sinn á þremur árum. Líkt og 2005 þá stendur Chelsea í veginum!
Jákvætt:-) Liverpool tryggði sæti sitt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þar er liðið okkar í annað sinn í þremur árum! Liverpool hafði öll völd á vellinum og gaf PSV ekki nein færi á sér. Peter Crouch hélt áfram að skora!
Neikvætt:-( Meiðsli Craig Bellamy voru það eina sem skyggði á sigurinn. Kannski hefðu leikmenn Liverpool þó mátt herja aðeins meira á hollensku meistarana.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Jermaine Pennant. Hann var líflegur og reyndi alltaf að herja á vörn PSV og koma henni í vanda.
2. Xabi Alonso. Spilaði boltanum vel og stjórnaði öllu á miðjunni.
3. Sami Hyypia. Hann var sem klettur í vörninni og var góð fyrirmynd eins og alltaf.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!