| Sf. Gutt

Meiðsli Craig Bellamy eru ekki alvarleg

Craig Bellamy var borinn til búningsherbergja snemma leiks í gærkvöldi eftir að hann meiddist á hné. Það mátti sjá að honum sjálfum leist ekki á blikuna þegar hann var borinn burt á börum. Vefsíða BBC sé hefur nú síðdegis eftir talsmanni Liverpool að meiðslin séu ekki ýkja alvarleg. Meiðslin eru í liðböndum á hægra hnéi. Talsmaður Liverpool segir að þau verði meðhöndluð næstu daga.

Craig mun ekki geta leikið næstu tvo deildarleiki Liverpool en vonast er til að Veilsverjinn verði orðinn leikfær þegar Bretlandsorrustan við Chelsea hefst undir lok þessa mánaðar.

Craig hefur leikið 37 leiki á þessari leiktíð og í þeim leikjum hefur hann skorað níu mörk. Craig hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum og sem dæmi má nefna að Rafael Benítez skipti honum af velli strax í upphafi síðari hálfleiks gegn Reading um síðustu helgi. Craig var hins vegar mjög sterkur í leikjunum gegn Barcelona og virtist þá vera að ná sér í gang. Það er vonandi að hann komi sterkur til leiks á lokakafla leiktíðarinnar.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan