Höfum vara á!
Liverpool er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn við PSV Eindhoven í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3:0. Flestir sparkspekingar telja leik Liverpool og PSV Einhoven í kvöld algert formsatriði. Rafael Benítez varar þó menn sína við öllu vanmati.
"Þetta er skrýtin staða. En það er gott til þess að vita að ef við förum skynsamlega að þá munum við komast í undanúrslit. Ég hef aldrei tapað niður þriggja marka forystu með liði í fremstu röð. Við sýndum hins vegar fyrir þremur árum að slíkt er mögulegt. Ég held að sú reynsla komi okkur til góða í þessum leik. Við vitum að eitthvað lið getur gert þetta aftur. Þess vegna er það svo mikilvægt fyrir okkur að koma einbeittir til leiks og byrja leikinn almennilega. Ég held að leikmennirnir viti þetta. Það er auðvelt að tala um þetta núna og vara við vanmati. Menn verða að skila sínu þegar inn á völlinn er komið. Ég held að leikmennirnir verði tilbúnir í slaginn."
-
| Sf. Gutt
Fjórir í Liði ársins! -
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin